Samstöðuganga í dag. Ljósm: Róbert D. Jónsson
Samstöðuganga í dag. Ljósm: Róbert D. Jónsson
Fréttir | 18. nóvember 2014 - kl. 22:27
Samstöðuganga á Blönduósi

Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman við Tónlistarskólann hér á Blönduósi í dag og gekk þaðan að bæjarskrifstofunum til að sýna tónlistarkennurum samstöðu. Þar var ályktun afhent þar sem skorað var á hlutaðeigandi að leysa deiluna við tónlistarkennara. Á sama tíma var samstöðufundur í Hörpu í Reykjavík.

Í ályktuninni kom meðal annars fram að á Íslandi eigum við margt framúrskarandi tónlistarfólk sem flest hefur hlotið menntun í okkar frábæru tónlistarskólum og að það sé mikið áhyggjuefni ef ekki takist samningar sem allra fyrst. Það sé sanngjarnt að tónlistarkennarar njóti sömu kjara og aðrir kennarar á Íslandi.

Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar, tók við ályktuninni fyrir hönd sveitarstjórnarinnar.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga