Tilkynningar | 24. nóvember 2014 - kl. 11:23
Fatamarkaður RKÍ
Frá sjálfboðaliðum RKÍ A-Hún.

Rauði krossinn á Íslandi, Austur-Húnavatnssýsludeild, hefur á undanförnum árum verið með fatamarkað sem með árunum hefur fest sig í sessi og æ fleiri íbúar svæðisins séð sér hag í því að mæta og gera góð kaup. Þriðjudaginn 2. desember næstkomandi verður síðasti markaðurinn okkar fyrir jól og verður opið frá klukkan 20:00-21:00. Boðið verður upp á veitingar og jólastemmingu. 

Nú leitum við til ykkar íbúar góðir, ef þið eigið barnaföt, spariföt, útiföt og fleira sem heimilisfólkið er vaxið upp úr og viljið styrkja gott málefni, þá þiggjum við það með þökkum. Öll innkoma af markaðnum í desember i fer í Jólasjóð sem hefur verið starfræktur um árabil  í samvinnu við félagsþjónustu A-Hún. og styrkir þá sem á þurfa að halda fyrir jólin.

Með kveðju,
Sjálfboðaliðar RKÍ A-Hún.

Anna Kr. Davíðsdóttir, akd@simnet.is, 691  7256
Pawel Mickiewicz galadhin@wp.pl, 869 7247
Ragnheiður Sólveig Ólafsdóttir ragnh74@gmail.com, 898  4128
Hafdís Vilhjálmsdóttir hafdisvilhjalms@gmail.com, 892 7106
Unnur Arnardóttir fremstagil@simnet.is, 899 3596
Valgeri M. Valgeirsson valval@simnet.is, 892 6651

Og svona í lokin, nýir sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga