Hvammstangakirkja
Hvammstangakirkja
Fréttir | 28. nóvember 2014 - kl. 15:29
Aðventustund- og hátíð á Hvammstanga


Í tilefni aðventunnar verður haldin aðventustund og aðventuhátíð á Hvammstanga. Aðventustundin verður í setustofu sjúkrahússins klukkan 17 og klukkan 20 verður aðventuhátíð í Hvammstangakirkju. Að hátíðinni lokinni býður Hvammstangakirkja hátíðargestum upp á smákökur og heitt súkkulaði í safnaðarheimili kirkjunnar.

Á aðventustundinni í í setustofu sjúkrahússins mun mun Kirkjukór Hvammstanga flytja aðventu- og jólasálma. Fermingarbörnin taka einnig þátt í stundinni.

Um kvöldið kl. 20:00 verður svo aðventuhátíð í Hvammstangakirkju þar sem Kirkjukór Hvammstanga flytur aðventu- og jólasálma. Barnakór úr 6-9 ára starfinu syngur við raust, börn úr TTT-starfinu sýna brúðuleik, fermingarbörnin flytja bænir og unglingar úr Æskulýðsfélagi Hvammstangakirkju flytja jólalag.

Ræðumaður kvöldsins er Ína Björk Ársælsdóttir og Halldór Sigfússon er kynnir kvöldsins.

Að stundinni lokinni býður Hvammstangakirkja hátíðargestum upp á smákökur og heitt súkkulaði í safnaðarheimili kirkjunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga