Af Facebook síðu Blöndu. Mynd: Róbert D. Jónsson
Af Facebook síðu Blöndu. Mynd: Róbert D. Jónsson
Fréttir | 14. desember 2014 - kl. 22:52
Björgunarsveitir til aðstoðar ferðamönnum

Björgunarsveitirnar í Húnavatnssýslum sinntu nokkrum útköllum um helgina vegna slæms veðurs og ófærðar, meðal annars á Skagastrandavegi, við Hvammstanga og norðan við Blönduós. Í morgun var Björgunarfélagið Blanda kalla út til aðstoðar erlendum ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn utan vegar við Hnausatjörn í Vatnsdal. Björgunarsveitin Húnar aðstoðaði í gær fimm japanska ferðamenn í vandræðum á Laxárdalsheiði en bíll þeirra hafði lent utan vegar.

Í morgun var sveitin svo kölluð út vegna bifreiðar sem lent hafði utan vegar við Grafarkot. Ökumaður var sóttur af björgunarsveitarmönnum og honum komið í skjól á Gistiheimili Hönnu Siggu á Hvammstanga þar sem veðuraðstæður voru þannig að ekki þótti ráðlegt að reyna að ná bílnum upp á veg. Upp úr hádegi viðraði svo betur til þess að ná bifreið mannsins upp á veginn aftur.

Sjá nánar hér vef Húna og Facebook síðu Blöndu

 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga