Mynd: Farskólinn
Mynd: Farskólinn
Fréttir | 19. desember 2014 - kl. 07:09
,,Fræðslustjóri að láni" til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi

Samningur hefur verið gerðir á milli Ríkismenntar, Farskólans og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um að verkefnastjórar Farskólans gerist tímabundnir fræðslustjórar. Samningurinn fela í sér að Ríkismennt útvegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki ,,Fræðslustjóra að láni" í ákveðinn tíma og kemur fræðslustjórinn frá Farskólanum. Stofnaðir verða stýrihópar innan stofnananna skipaðir starfsfólki sem munu vinna með fræðslustjóranum. Áherslan er á almenna starfsmenn eða þá sem eru í Öldunni, Samstöðu og Kili. 

Í verkefninu verða þarfir og væntingar starfsmanna skilgreindar og í framhaldi hönnuð fræðsluáætlun til tveggja til þriggja ára. Sagt er frá þessu á vef Farskólans þar sem meðfylgjandi mynd er fengin að láni en hún er frá undirritun samnings á Blönduósi og má þar sjá Bryndísi Þráinsdóttur, framkvæmdastjóri Farskólans, Sveinfríði Sigurpálsdóttur, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Eyjólf Bragason, verkefnastjóra frá Ríkismennt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga