Fellsborg á Skagaströnd
Fellsborg á Skagaströnd
Fréttir | 19. desember 2014 - kl. 11:27
Blóðsykursmælingar á Þorláksmessu

Lionsklúbbur Skagastrandar ætlar að bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í tengslum við skötuveisluna í Fellsborg á Þorláksmessu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna á Skagaströnd. Í tilkynningu frá Lionsklúbbnum segir að mælingar á blóðsykri sé tiltölulega einföld mæling sem gefi til kynna hvort fólk sé með sykursýki  eða ekki. Lionsklúbburinn hvetur fólk til að nýta sér þessa þjónustu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga