Tilkynningar | 19. desember 2014 - kl. 15:57
Jólaskógurinn á Gunnfríðarstöðum opinn um helgina
Skógræktarfélag A-Hún. óskar íbúum gleðilegrar hátíðar og verfarnaðar á næsta ári

Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga vill benda íbúum Austur-Húnavatssýslu og nágrönnum á að jólaskógurinn fram á Gunnfríðarstöðum verður opinn um helgina 20. og 21. desember frá um kl. 11:00 að morgni til um kl. 15:00. Hægt að fella sitt jólatré í skóginum og fá sér skógarkakó. Getum aðstoðað og haft tilbúin tré ef þess er óskað. Búið verður að opna Bakásaveg á laugardagsmorgni til að auðvelda ferð í jólaskóginn.

Skógræktarfélag A-Hún er 70 ára á þessu ári. Hluta af ræktunarstarfi félagsins á þessum árum má sjá í Gunnfríðarstaðaskógi en þar var plantað fyrst 1962. Með ræktun á skógum í sýslunni hefur félagið stuðlað að möguleikum húnvetninga til að hafa lifandi jólatré heima hjá sér um jólin. Húnvetnskt jólatré er umhverfisvæn afurð. Sími hjá Páli Ingþóri formanni er 865 3959.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga