Tilkynningar | 22. desember 2014 - kl. 18:07
Tilkynning frá sýslumanninum á Blönduósi og Sauðárkróki

Um næstu áramót sameinast embætti sýslumannanna á Blönduósi og Sauðárkróki í embætti: Sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Sameiningin hefur ekki áhrif á opnunartíma eða þá þjónustu sem nú er veitt.  Símanúmer embættisins verður 458-2500 og ný kennitala 660914-0990 og netfangið verður nordurlandvestra@syslumenn.is.

Hið nýja embætti mun taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en föstudaginn 2. janúar verður embættið lokað vegna umfangsmikilla tölvukerfiskerfisbreytinga hjá ríkinu vegna umdæmabreytinganna. Á þetta við um öll sýslumannsembætti landsins.

Sérstök athygli er vakin á því að ekki verður hægt að fá afhent vegabréf hjá sýslumönnum á tímabilinu frá hádegi á gamlársdag 31. desember 2014 til kl. 8:30 að morgni mánudagsins 5. janúar 2015.

Að lokum sendast íbúum embættanna á Sauðárkróki og Blönduósi bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.

Með bestu kveðju,
Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi og Sauðárkróki.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga