Mynd: Facebook síða Skotf. Markviss
Mynd: Facebook síða Skotf. Markviss
Fréttir | 23. desember 2014 - kl. 23:39
Snjólaug íþróttamaður USAH annað árið í röð

Íþróttamaður ársins 2014 hjá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga er Snjólaug María Jónsdóttir, skotíþróttakona og formaður Skotfélagsins Markviss, og er þetta annað ári í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Tilkynnt var um valið í Samkaupum á Blönduósi í dag. Í október síðastliðnum var Snjólaug María kosin skotmaður Markviss árið 2014 en hún hlaut þá viðurkenningu einnig árið 2013.

Árangur hennar á nýliðnu tímabili var eftirfarandi.

  • Sigur í kv flokki á landsmóti STÍ, Rvk. 17. maí.

  • 4. sæti i kv flokk á landsmóti STÍ, Þorlákshöfn 31. maí.

  • Sigur í kv flokk á landsmóti STÍ og jöfnum á Íslandsmeti, Blönduós 14. júní.

  • 11. sæti í B úrslitum SIH-Open, Alþjóðlegt mót í Hafnarfirði 5.-6. júlí.

  • 3. sæti í kv flokk á Íslandsmóti STÍ. Rvk 19. júlí.

  • Sigur í kv flokk Landsmót STÍ og jöfnun á Íslandmeti, Akureyri 26. júlí.

  • Sigur í kv flokk Landsmót STÍ og nýtt Íslandsmet, Húsavík 9. ágúst.

  • Sigur í kv flokk Bikarmót STÍ og jöfnun á Íslandsmeti, Akureyri, 6 september. Varð Bikarmeistari kvenna með fullt hús stiga annað árið í röð.

  • Sigur á Kvennamótinu SKYTTAN. Rvk 20. september.

  • Valin í úrtakshóp Skotíþróttasambands Íslands fyrir Smáþjóðaleikana 2015.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga