Fréttir | 27. desember 2014 - kl. 11:52
Brenna og flugeldasýning á Blönduósi

Brenna og flugeldasýning verða á sínum stað á gamlárskvöld á Blönduósi á vegum Björgunarfélagsins Blöndu. Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. Verið er að safna styrktaraðilum að flugeldasýningunni til að hún verði enn glæsilegri en áður. Flugeldamarkaðurinn opnar á morgun, sunnudag.

Flugeldamarkaður Björgunarfélagsins Blöndu að Efstubraut 3 verður opinn sem hér segir:

Sunnudagurinn 28. desember frá klukkan 12-20.
Mánudagurinn 29. desember frá klukkan 10-22.
Þriðjudagurinn 30. desember frá klukkan 10-22.
Gamlársdagur 31. desember frá klukkan 10-15.
Þrettándinn 6. janúar frá kl. 12:00 til 16:00.

Flugeldasala er aðal fjáröflun Björgunarfélagsins Blöndu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga