Fréttir | 24. janúar 2015 - kl. 14:29
Brúsastaðir í Vatnsdal afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins birti í gær ársuppgjör afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir árið 2014. Búið á Brúsastöðum í Vatnsdal var með mestu meðalafurðir eða 7.896 kíló eftir hverja kú. Brúsastaðir voru einnig í efsta sæti árið 2013 þá með 7.693 kíló mjólkur á hverja kú að meðaltali. Búið hefur skilað mestu meðalafurðum kúabúa í Austur-Húnavatnssýslu í níu af síðustu ellefu árum.

Ábúendur á Brúsastöðum eru þau Sigurður Ólafsson og Gróa Margrét Lárusdóttir. Búið er sérhæft kúabú og hafa ábúendur byggt upp gripahús og tæknivætt búið og ræktað nánast hvern einasta ræktanlegan blett á jörðinni. Alls eru um 140-150 gripir í fjósi og kálfahúsi og þar af um 50 mjólkurkýr.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga