Mynd: Húnavatnshreppur
Mynd: Húnavatnshreppur
Fréttir | 30. janúar 2015 - kl. 13:38
Framkvæmdir í Húnavallaskóla

Á síðasta ári var ákveðið að endurnýja nánast allt í heimilisfræðistofunni í Húnavallaskóla og skipta rýminu upp í tvær kennslustofur. Miklar framkvæmdir hafa staðið þar yfir síðan í byrjun desember og er þeim ekki alveg lokið. Kennsla er þó hafin í heimilisfræðistofunni og allir mjög ánægðir með aðstöðuna, að því er fram kemur á vef Húnavatnshrepps. Í hinni stofunni verður kennd textílmennt og einnig verður þar geymslupláss fyrir myndmennt.

Á  myndasíðu  skólans má fylgjast með framkvæmdunum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga