Frímann Berg á palli í gær. Ljósm: www.judo.is
Frímann Berg á palli í gær. Ljósm: www.judo.is
Fréttir | 01. febrúar 2015 - kl. 17:24
Góður árangur hjá Júdófélaginu Pardus á Afmælismóti JSÍ

Júdófélagið Pardus gerði heldur betur góða ferð á Afmælismót JSÍ í yngri aldurflokkum þ.e. U13, U15, U18 og U21 sem fram fór í gær í húsakynnum JR. Keppendur Pardus voru 8 en keppendur í heildina voru 63 frá 9 félögum. Keppendur Pardus náðu næst besta árangri allra félaga á eftir JR.

Keppendur Pardus komust allir á pall en úrslit þeirra voru eftirfarandi:

Benedikt Þór Magnússon 2. sæti

Hlíðar Örn Steinunnarson 3. sæti

Björn Ívar Jónsson 1. sæti

Helgi Heiðarr Sigurðarson 1. sæti

Daníel Heiðarsson 1. sæti

Viktor Heiðarsson 1. sæti

Leon Paul Suska 1. sæti

Frímann Hilmarsson 3. sæti

Glæsilegur árangur hjá Júdófélaginu Pardus en félagið er yngsa júdófélagið á landinu og verður þetta að teljast mjög góður árangur og greinilegt að aðstandendur félagsins eru að gera góða hluti.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga