Fréttir | 24. febrúar 2015 - kl. 12:59
Pétur óheflaður á Blönduósi

Uppistand Péturs Jóhanns Sigfússonar „Pétur Jóhann óheflaður“ slóg í gegn á Blönduósi um síðustu helgi en Pétur tróð upp á Hótel Blönduósi á laugardagskvöldið fyrir fullu húsi. Blönduósingar og aðrir Húnvetningar ætluðu greinilega ekki að láta þennan viðburð fara framhjá sér því miðarnir seldust upp í forsölu tveimur dögum fyrir sýninguna.

Pétur Jóhann hélt uppi frábæru stuði í tvær klukkustundir og var mikil stemmning í salnum.

Meðfylgjandi myndir er af Facebook síðu Hótel Blönduóss en þar má einnig sjá myndband af stemmningunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga