Mynd: Húnavallaskóli
Mynd: Húnavallaskóli
Fréttir | 24. febrúar 2015 - kl. 15:08
Forkeppni í Húnavallaskóla fyrir Skólahreysti

Á dögunum fór fram forkeppni í Húnavallaskóla fyrir Skólahreysti. Það voru nemendur í 8.- 10. bekk sem kepptu um hver færi fyrir hönd skólans í keppnina þetta árið en hún verður haldin á Akureyri 11. mars næstkomandi. Á vef Húnavallaskóla segir að líf og fjör hafi verið í íþróttasalnum þar sem nemendur voru hvattir áfram og eftir keppnina hafi yngri nemendur fengið að prófa.

Sigurvegarar í forkeppninni voru:
Ásdís Brynja Jónsdóttir, 10. bekk, armbeygjur og hreystigreip.
Aron Ingi Ingþórsson, 9. bekk, upphífingar og dýfur.
Hákon Pétur Þórsson, 10. bekk , hraðabraut.
Lara Margrét Jónsdóttir, 8. bekk, hraðabraut.

Varamenn:
Leon Paul Suska, 9. bekk og Lilja María Suska, 8. bekk

Á myndasíðu Húnavallaskóla er hægt að sjá fjölmargar myndir frá forkeppninni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga