Mynd: Blönduskóli
Mynd: Blönduskóli
Fréttir | 24. febrúar 2015 - kl. 21:04
Framsagnarkeppni í Blönduskóla

Í gær fór fram undankeppni hjá Blönduskóla fyrir Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi 2015. Markmið keppninnar er eins og áður að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.  Nemendur 7. bekkjar Blönduskóla tóku þátt í undankeppni og lásu þeir ljóð og texta og stóðu allir sig mjög vel.

Þrír fulltrúar voru  svo valdir af dómnefnd til að vera fulltrúar skólans í lokakeppninni. Fulltrúar Blönduskóla verða þau Weronika Czyzynska, Pálmi Ragnarsson og Hjördís Þórarinsdóttir og  varamaður verður Helga Björg Jónsdóttir.

Í dómnefnd voru Kolbrún Zophoníasdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Guðjón Ólafsson.

Á myndasíðu Blönduskóla má sjá myndir frá undankeppninni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga