Fréttir | 26. febrúar 2015 - kl. 22:08
Fréttir í Feyki úr A-Hún.

Í nýjum og fjallafrískum Feyki sem kom út í dag er að finna fréttir úr Austur-Húnavatnssýslu. Í blaðinu er til dæmis sagt frá úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamála til Norðurlands vestra, meðal annars til framkvæmda í Hrútey, aflatölum frá Skagaströnd og Ísmótinu Svínavatn 2015. Þá er Aðalbjörg Ingvarsdóttir, fyrrum forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi í opnuviðtali.

Einnig er Vísnaþátt Guðmundar Valtýssonar að finna í blaðinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga