Lóuþrælar
Lóuþrælar
Fréttir | 02. mars 2015 - kl. 20:05
Lóuþrælar syngja í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar syngja í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 7. mars næstkomandi klukkan 16:00. Söngdagskráin fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Guðmundur St. Sigurðsson. Undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar er þeir Guðmundur Þorbergsson og  Úlfar Trausti Þórðarson. Aðgangseyrir er 3.000 krónur en frítt er fyrir 14 ára og yngri. Enginn posi verður á staðnum.

Karlakórinn Lóuþrælar hvetur fólk til að koma og eiga ánægjulega stund með kórnum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga