Frá afhendingu verðlaunanna. Ljósm: www.bondi.is
Frá afhendingu verðlaunanna. Ljósm: www.bondi.is
Fréttir | 06. mars 2015 - kl. 09:17
Landbúnaðarverðlaun Búnaðarþings 2015 til Brúsastaða í Vatnsdal
Landbúnaðarráðherra afhenti verðlaunin á setningarhátíð Búnaðarþings

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra afhenti landbúnaðarverðlaunin 2015 á setningarhátíð Búnaðarþings. Að þessu sinni hlutu Brúsastaðir í Vatnsdal og Efstidalur II í Bláskógabyggð verðlaunin. Er þetta 19 árið sem verðlaunin eru afhent.

Við afhendingu verðlaunanna sagði Sigurður Ingi meðal annars. „Verðlaunin voru í upphafi hugsuð sem viðurkenning til aðila sem á einn eða annan hátt tengjast íslenskum landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum áræðni og dugnað, þannig að þau eru til fyrirmyndar. Í anda þessa hefur síðan verið unnið. Þau má túlka sem þakklætis og virðingarvott frá landbúnaðarráðherra til landbúnaðarins, þeirrar atvinnugreinar sem svo margir byggja afkomu síðan á. Beint eða óbeint.“

Hjónin á Brúsastöðum,  Gróu  Margréti Lárusdóttur og Sigurð Eggerz Ólafsson og hjónunum í Efstadal II,  Björgu Ingvarsdóttur og Snæbjörn Sigurðsson er veit Landbúnaðarverðlaununum 2015.“

Búskapnum á Brúsastöðum hefur ár eftir ár hefur býlið verði fremstu röð hvað varðar mjólkurframleiðslu og á síðasta ári var búið með hæstu meðalafurðir landsins. Skiluðu kýrnar að jafnaði um 7.900 kílóum af mjólk eða í heildina um 390 þúsund kíló.

Verðlaunagripirnir í ár eru hannaðir og unnir af listakonunni Sigríði Helgu Olgeirsdóttur. Steinleirsskúlptúr á stöpli úr íslensku birki.

Heimild: www.bondi.is

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga