Fréttir | 06. mars 2015 - kl. 16:06
Verum ástfangin af lífinu

Verum ástfangin af lífinu

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa stendur fyrir súpu- og skemmtikvöldi fimmtudaginn 12. mars kl. 19:30 í grunnskólanum á Hvammstanga. Í boði verður ljúffeng súpa, brauð, kaffisopi og áhugaverður fyrirlestur.

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er fyrirlesari kvöldsins. Fyrirlestur hans heitir Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur er flestum kunnur fyrir bækur sínar en hann er einnig frábær fyrirlesari.  

Aðgangur 2000 krónur.

Við tökum fagnandi á móti öllum gestum,

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa

Markmið súpukvöldanna er að bjóða upp á fræðandi fyrirlestra sem hægt er að tengja markmiðum Soroptimista.

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa er að skipuleggja verkefni með það að markmiði að efla stjálfstraust ungra stúlkna í sýslunum.  Hugmyndin er að halda árlega  sjálfstyrkingar námskeið fyrir stúlkur og fá sérfræðinga til liðs við okkur. Verkefnið er á byrjunarstigi en við vonumst til þess að hægt verði að halda fyrsta námskeiðið í haust.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga