Gamla kirkjan á Blönduósi
Gamla kirkjan á Blönduósi
Fréttir | 20. mars 2015 - kl. 09:43
Sex styrkir úr húsafriðunarsjóði

Úthlutað var úr Húsafriðunarsjóði í byrjun vikunnar og fengu sex verkefni í Austur-Húnavatnssýslu styrk. Húsafriðunarsjóður veitir styrki til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.

Einnig ber sjóðnum að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.

Styrkt voru eftirfarandi verkefni í Austur-Húnavatnssýslu:

Friðlýstar kirkjur:
Auðkúlukirkja, Húnavatnshreppi 500.000 krónur.
Gamla Blönduóskirkja við Brimslóð 800.000 krónur.

Friðuð hús og mannvirki:
Tilraun við Aðalgötu 10, Blönduósi 300.000 krónur.
Geitaskarð í Húnavatnshreppi 250.000 krónur.

Byggða- og húsakannanir:
Húsa- og byggðakönnun í Húnavatnshreppi 500.000 krónur.
Húsakönnun á Blönduósi 400.000 krónur.

Veittur var styrkur til 224 verkefna samtals að upphæð 139.140.000 kr., þar af til 14 verkefna á Norðurlandi vestra samtals upphæð 8.450.000. Sótt var um rúmlega 843 milljónir króna til 309 verkefna. Listann yfir styrki má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga