Mynd: Facebook síða Galsa.
Mynd: Facebook síða Galsa.
Fréttir | 22. mars 2015 - kl. 22:18
Velheppnuð karlareið

Hin árleg karlareið fór fram í gær og tóku 30 karlar þátt í reiðinni. Riðið var frá Reiðhöllinni á Blönduósi upp með Svínvetningabraut og síðan beygt til suðurs að Laxá á Ásum. Riðið var niður með ánni að Hjaltabakka og þaðan farið til norðurs á gamla þjóðveginum til Blönduóss. Þá var riðið niður í gamla bæinn og áfram upp með Blöndu í gegn um Blönduós og svo sem á leið upp í hesthúsahverfi. Þar tók við grill, söngur og fjör eftir reiðina.

Meðfylgjandi mynd er fengin af Facebook síðu Hestaleigunnar Galsa á Blönduósi en ljósmyndari er Róbert Daníel Jónsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga