Fréttir | 23. mars 2015 - kl. 14:05
Myndlistarnámskeið í Húnavatnshreppi

Myndlistarnámskeið sem ber yfirskriftina sköpun-hugmyndir-þróun-föndur-handavinna og myndverk, verður haldið dagana 25., 26. og 27. mars í Húnavallaskóla og er þátttaka án endurgjalds fyrir íbúa Húnavatnshrepps. Guðjón Sigvaldason (Gjess), myndlistarmaður mun kenna þeim sem vilja í þessum efnum. Námskeiðið stendur frá klukkan 20:00 til 22:30 öll kvöldin.

Þeir sem hafa hug á því að sækja þetta námskeið eru beðnir að snúa sér til sveitarstjóra og eða senda honum tölvupóst á netfangið einar@hunavatnshreppur.is eða hringja í síma 452 4661.

Hér má sjá nánar um efnisval á námskeiðinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga