Fréttir | 25. mars 2015 - kl. 14:24
Sumarvinna hjá Húnaþingi vestra

Sumarið er framundan og sveitarfélög farin að auglýsa skemmtileg og gefandi útstörf í sumar. Á vef Húnaþings vestra er auglýst eftir flokkstjórum við Vinnuskólann og flokkstjóra sláttuhóps. Í störfunum felst leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka, eins og segir í auglýsingu frá sveitarfélaginu. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri og er daglegur vinnutími átta stundir, virka daga.

Flokkstjórar við Vinnuskólann.
Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl.

Flokkstjóri sláttuhóps
Í starfinu felst skipulagning og stýring vinnuhóps 17 ára og eldri við slátt, rakstur og o.fl

Í störfunum felst leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka.

Mikilvægt er að umsækjendur séu stundvísir, samviskusamir, séu góðar fyrirmyndir og eigi auðvelt með að vinna með öðru fólki. Áhugi af garðyrkjustörfum nauðsynlegur.

Hægt er að senda tölvupóst á netfangið ina@hunathing.is til að fá upplýsingar um störfin og senda inn umsóknir. Einnig er hægt að hringja í 455-2400 til að fá upplýsingar um launakjör og fl. Hægt er að senda umsóknir á skrifstofu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. Umsóknir verða að berast fyrir 10. apríl næstkomandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga