Fréttir | 25. mars 2015 - kl. 17:01
Varðliðar umhverfisins í Blönduskóla
Frá nemendum Blönduskóla

Við gerðum verkefni í ensku um rusl á Íslandi og við ætlum að reyna að fá fólk til að hugsa betur um umhverfið. Berglind Birta, Ástrós Benediktsdóttir, Vala Berglind, Theodóra Inga og Halldór Smári fundu vandamálið um rusl umgengni á Íslandi og vildum finna lausn á vandamálinu. Hvernig væri hægt að ganga betur um.

Við öfluðum upplýsingar bæði á Internetinu og við spurðum líka Guðrúnu Kristófersdóttur Skólaliða. Hún sagði okkur  að flokka meira rusl og nota fjölnota poka, nota plastílát í stað plastpoka.

Til að vekja athygli á hversu mikið rusl er á Íslandi söfnuðu við upplýsingunum sem við fengum og gerðum plakat sem þið sjáið hér. Við fórum um Blönduós og fengum leyfi til að hengja upp í búðum og fyrirtækjum.

Höf. mbb

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga