Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu
Fréttir | 27. mars 2015 - kl. 15:34
Varðliðar umhverfisins í Blönduskóla

Nemendur í Blönduskóla hafa verið að vinna að verkefnum tengdum samkeppninni „Varðliðar umhverfisins“ sem er á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur. Út úr þeirri vinnu kom kennslumyndband um hvernig á að sauma margnota poka fyrir ávexti og grænmeti úr gömlum gardínum.

Hér má sjá myndbandið:  https://www.youtube.com/watch?v=TbDkwZCDqaw&feature=youtu.be.

Þá hafa nemendur sent opið hvatningarbréf til bæjaryfirvalda. Í bréfinu kemur fram að þeir vilja gera Blönduós að fallegri bæ. Það sé of mikið af rusli á Blönduósi og þeim finnist að það vanti fleiri ruslatunnur. Í bréfinu er skorað á bæjaryfirvöld að setja upp fleiri ruslatunnur t.d. á ljósastaura til þess að gera náttúruna fallegri.

Bréfið má sér hér:

Okkur langar að gera Blönduós að fallegri bæ. Það er of mikið af rusli á Blönduósi og okkur finnst að það vanti fleiri ruslatunnur því þær eru of fáar, t.d. það er mikið af fólki sem er að ganga heim og eru með nammibréf og það er engin ruslatunna sjáanleg þannig að manneskjan leyfir sér að sleppa ruslinu út í náttúruna sem er ekki í lagi. Því skorum við á bæjaryfirvöld að fá fleiri ruslatunnur t.d. á ljósastaura til þess að gera náttúruna fallegri.
Kær kveðja,
María, Karen, Ingibjörg, Harpa og Una úr Blönduskóla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga