Fréttir | 28. mars 2015 - kl. 11:04
Harðari aðgerðir boðaðar í lok apríl

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, þar á meðal stéttarfélagsins Samstöðu í Húnavatnssýslu, frestast um tvær til þrjár vikur og munu þær líklega koma til framkvæmda undir lok aprílmánaðar verði þær samþykktar í félögunum. Björn Snæbjörnsson formaður SGS telur líkur á að félagsmenn muni samþykkja boðun verkfalla.

Samninganefnd aðildarfélaganna ákvað að afturkalla atkvæðagreiðslu um verkfall í kjölfar dóms Félagsdóms í máli tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu.

Björn hefur sagt í fjölmiðlum að þetta muni þýða að nýjar aðgerðir munu verða harðari en þær sem búið var að stilla upp.

Sjá nánar á vef Samstöðu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga