Mynd. Neisti.net
Mynd. Neisti.net
Fréttir | 30. mars 2015 - kl. 09:27
Aðalfundur Samtaka hrossabænda í A-Hún.

Aðalfundur Samtaka hrossabænda í Austur-Húnavatnssýslu verður haldinn í Búnaðarsambandssalnum á Blönduósi í kvöld og hefst klukkan 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en klukkan 21:00 hefst opinn fræðslufundur þar sem flutt verður erindi um tannheilbrigði hrossa. Allir eru velkomnir á fræðslufundinn.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Stóðhestahald 2015
3. Önnur mál

Opinn fræðslufundur hefst svo kl 21 en þá mun Sonja Líndal Þórisdóttir dýralæknir og reiðkennari flytja erindi um tannheilbrigði hrossa.

Kaffiveitingar í boði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga