Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 30. mars 2015 - kl. 10:20
Bekkjum fjölgað á Skagaströnd

Bæjarmálafélagið á Skagaströnd hefur sent sveitarstjórn Skagastrandar bréf þar sem kynntur er áhugi sem fram hafi komið á fundum Bæjarmálafélagsins um að gönguleiðir verði bættar og komið verði fyrir bekkjum meðfram þeim. Sérstaklega er hvatt til að bekkjum verði fjölgað við fjölförnustu gönguleiðir.

Með bréfinu var tillaga og greinargerð um markvisst skipulag útivistarsvæða í sveitarfélaginu. Erindi Bæjarmálafélagsins var rætt á sveitarstjórnarfundi í síðustu viku og var sveitarstjóra falið að vinna áfram með málið og koma upp tveimur bekkjum við gönguleiðir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga