Trukkarnir
Trukkarnir
Fréttir | 30. mars 2015 - kl. 22:12
Páskaball á Skagaströnd og Blönduósi

Gleðisveitin Trukkarnir munu halda uppi stuðinu í Austur-Húnavatnssýslu um páskana. Hljómsveitin spilar á páskaballi á Borginni á Skagaströnd að loknum föstudeginum langa eða aðfaranótt laugardagsins 7. apríl og opnar húsið klukkan 23:00. Þá leikur hljómsveitin fyrir dansi fram á rauða nótt á páskaballi í Félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 5. apríl og opnar húsið klukkan 23:00.

Miðaverð á dansleikinn á Blönduósi er 3.000 krónur og aldurstakmark er 16 ára.

Miðaverð á dansleikinn á Borginni á Skagaströnd er 1.500 krónur frá klukkan 23:00-24:00 en eftir það hækkar það í 2.000 krónur. Aldurstakmar á Borginni er 18 ára.

Hægt er að fylgjast með Trukkunum á Facebook.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga