Jónas á Ljóni norðursins
Jónas á Ljóni norðursins
Fréttir | 31. mars 2015 - kl. 19:49
Vorboðinn ljúfi opnar

Það má segja með sanni að vorið sé að koma þegar Ljón norðursins og Blönduból auglýsa fyrsta opnunartíma ársins. En það gerir Jónas Skaftason einmitt í nýjasta tölublaði Gluggans sem finna má hér á Húnahorninu. Jónas auglýsir sig líka sem vorboðann ljúfa, á eigin styrk. Ljón norðursins og Blönduból opna sem sagt 1. apríl og það er ekkert aprílgabb.

Í auglýsingu Jónasar sem er á forsíðu Gluggans kemur fram að boðið verður upp á allskonar rétti; fisk, pönnu- og djúpsteiktan, plokkfisk, steiktar fiskibollur, kubbasteik og kjötbollur. Kótilettur, kjötsúpu og sjávarréttasúpu. Salatbar alla daga. Veitingar í tjaldi og kvöldvökur.

Pizzur á laugardögum, heimsending. Morgunverður alla daga, English breakfast á sunnudögum. Tertur, vöfflur, lummur, muffins og fleira með kaffinu. Expresso, Kaffi latte og Cappuccino.

Þá auglýsir Jónas dagsferðir í Kerlingafjöll með viðkomu á Hveravöllum og kvöldvöku í tjaldi í ferðalok.

 

 

 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga