Fréttir | 01. apríl 2015 - kl. 13:54
Erlendir ferðamenn sóttir á Kjöl

Björgunarfélagið Blanda fékk útkall rétt fyrir klukkan átta í morgun frá fjórum breskum ferðamönnum sem óskuðu eftir aðstoð en þeir ætluðu gangandi yfir Kjöl. Mennirnir lögðu af stað fyrir fjórum dögum frá Blönduósi og voru búnir að gista í tjald síðan þá. Björgunarsveitarmenn voru komnir að mönnunum um klukkan 9:30 þar sem þeir höfðust við í tjöldum sínum rétt hjá Arnarbælistjörn og voru þeir kátir og þakklátir þegar aðstoðin barst.

Verðrið var sæmilegt á þessum slóðum, 10 gráðu frost, skafrenningur og gekk á með nokkuð dimmum éljum inná milli. Farið var með mennina á Blönduós og ætluðu þeir að láta sér nægja að taka strætó til Reykjavíkur.

Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Sigfús Benediksson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga