Fréttir | 14. apríl 2015 - kl. 12:36
Stóraukin aðsókn á Selasetrið

Stóraukin aðsókn hefur verið að Selasetrinu á Hvammstanga. Sem af er þessum mánuði eru heimsóknir orðnar fleiri en allan apríl mánuð í fyrr, að því er fram kemur á Facebook síðu Selaseturs Íslands. Þar er einnig kynntur aukinn opnunartími safnsins í apríl og maí. Í apríl er opið þriðjudaga til laugardags frá klukkan 12 til 15. Í maí verður opið alla daga frá klukkan 9 til 16 en undanfarin ár hefur verið lokað um helgar fyrri hluta maí mánaðar.

Þessi aukni opnunartími kemur til vegna stóraukinnar aðsóknar segir á Facebook síðu Selasetursins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga