Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Tilkynningar | 15. apríl 2015 - kl. 08:03
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 90 ára
Frá kórfélögum

Fyrsta sunnudag í sumri árið 1925 kom Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í fyrsta sinn fram opinberlega, með söngskemmtun í þinghúsinu í Bólstaðarhlíð. Af því tilefni bjóða kórfélagar til afmælisfagnaðar í Húnaveri, síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 22. apríl næstkomandi, klukkan 20:30. Fyrrverandi kórfélagar svo og allir velunnarar kórsins eru hjartanlega velkomnir.

Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi sunnudagskvöldið 19. apríl til undirritaðra:

Guðmundar Valtýssonar, símar 452-7154/ 856-4972
Páls Sighvatssonar, símar 453-6048/892-3492 netfang brekkutun4@fjolnet.is
Þorleifs Ingvarssonar, símar 452-7150/ 893-4006 netfang solheim@emax.is

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga