Mynd: Norðanátt.is
Mynd: Norðanátt.is
Fréttir | 15. apríl 2015 - kl. 15:38
Um 600 sáu Thriller á Hvammstanga

Leiklistarval Grunnskóla Húnaþings vestra sýndi í síðasta mánuði söngleikinn Thriller (Þriller) eftir Gunnar Helgason. Söngleikurinn er byggður á lögum Michael Jackson og er óhætt að segja að hann hafi fallið vel í kramið hjá áhorfendum, að því er segir á vef Norðanáttar. Þar segir einnig að lagt hafi verið af stað með fjórar sýningar en bæta hafi þurfti við einni sýningu vegna óþrjótandi áhuga íbúa og annarra gesta.

Leikstjórar sýningarinnar, þær Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Eydís Bára Jóhannsdóttir, ásamt öllum sem að sýningunni komu eru afar þakklát fyrir þetta ævintýri sem þau eru svo stolt af. Að sögn Guðrúnar komu um 600 manns að sjá sýninguna, sem hún segir hafa verið ótrúlega ánægjulegt og ríkuleg laun fyrir skemmtilega og krefjandi vinnu.

Norðanátt kíkti á söngleikinn og tók myndir sem sjá má hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga