Mynd: FNV.is
Mynd: FNV.is
Fréttir | 21. apríl 2015 - kl. 07:21
Nemendur úr FNV heimsóttu Blönduvirkjun

Á dögunum fór hópur nemenda af verknámsbrautum og nýsköpunar- og tæknibraut Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra í heimsókn í Blönduvirkjun. Á vef skólans segir að ferðin hafi tekist mjög vel. Starfsmenn Blönduvirkjunar hafi leitt hópinn gegnum virkjunina, útskýrt fyrir áhugasömum nemendum og kennurum það sem fyrir augu bar og lýst leyndardómum raforkuframleiðslunnar.

Að skoðunarferð lokinni var boðið upp á veitingar í kaffistofu virkjunarinnar.

Á vef FNV má sjá myndir frá heimsókninni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga