Mynd: mtr.is
Mynd: mtr.is
Fréttir | 21. apríl 2015 - kl. 11:27
Elín “sk sigraði stærðfræðikeppnina

Elín Ósk Björnsdóttir, nemandi í Höfðaskóla á Skagaströnd, sigraði í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir 9. bekki grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Úlfar Hörður Sveinsson, nemandi í Árskóla á Sauðárkróki varð í öðru sæti og þriðja sætinu deildu þau Ágústa Eyjólfsdóttir úr Árskóla og Aron Ingi Ingþórsson, nemandi í Húnavallaskóla.

Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga. Undankeppnin fór fram  í mars síðastliðinn og tóku nemendur í 9. bekk af Norðurlandi vestra, úr Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslit. Það var glæsilegur hópur sem mætti einbeittur til leiks í morgun. Keppendur stóðu sig allir með afbrigðum vel og voru snöggir að svara prófinu, að því er segir á vef Menntaskólans á Tröllaskaga þar sem meðfylgjandi mynd er fengin.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga