Kórfélagar heiðraðir. Mynd af Facebook síðu kórsins.
Kórfélagar heiðraðir. Mynd af Facebook síðu kórsins.
Fréttir | 24. apríl 2015 - kl. 15:14
Húsfyllir á 90 ára afmælinu
Afmæli Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hélt upp á 90 ára afmæli kórsins með afmælisfagnaði í Húnaveri síðastliðið miðvikudagskvöld 22. apríl. Fjölmargir heiðruðu kórinn með nærveru sinni en húsfyllir var í Húnaveri og frábær stemning. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flutti valin lög sem sem tengjast starfinu og hafa mörg þeirra fylgt kórnum áratugum saman. Saga kórsins var rakin í töluðu máli, með útgáfu á afmælisbæklingi og myndum úr fórum kórmanna.

Eftirtaldir kórfélagar voru heiðraðir fyrir  störf sín fyrir kórinn: Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, Jóhann Guðmundsson, Holti, Óskar Sigurfinnsson, Meðalheimi og Tryggvi Jónsson, Ártúnum. Einnig var Sveinn Árnason, Víðimel heiðraður en hann hefur stjórnað kórnum yfir tvo áratugi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga