Mynd: Norðanátt.is
Mynd: Norðanátt.is
Fréttir | 27. apríl 2015 - kl. 13:26
Þjóðlegir tónar á byggðasafninu

Síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl síðastliðinn voru haldnir tónleikar í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna þar sem boðið var upp á þjóðlega tónlist í stíl við umhverfið.  Kirkjukór Hvammstanga ásamt Barnakór Tónlistarskólans og félögum úr Kirkjukór Melstaðar- og Staðarbakkasókna fluttu tónlistina og sá Þorvaldur Pálsson um harmonikkuleik og Guðmundur Hólmar Jónsson um gítarleik. Pálína Fanney Skúladóttir stjórnaði söng kóranna. Norðanátt.is segir frá þessu.

Dagskráin hófst í Ófeigsskála og flutti Barnakór Tónlistarskólans lög sín í Ófeigi sjálfum. Því næst hélt dagskráin áfram fyrir framan Tungunesbæinn og lauk svo fyrir framan baðstofuna frá Syðsta-Hvammi. Byggðasafnið bauð svo upp á kaffi, kleinur og Svala.

Á vef Norðanáttar má sjá fjölda mynda frá tónleikunum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga