Fréttir | 29. apríl 2015 - kl. 12:06
Sumarskemmtun Blönduskóla

Hin árlega Sumarskemmtun Blönduskóla var haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi þann 23. apríl eða á Sumardaginn fyrsta eins og undanfarna áratugi. Þar stíga á svið nemendur í 1. – 7. bekk og skemmta gestum með söng og leik. Nemendur sungu lög við undirleik Péturs Arnars Kárasonar á gítar, fluttu stökur, sungu vinalag og spiluðu undir á plastglös, fluttu leikbrot úr Leikfangasögu (Toy Story), sína leikútgáfu af Öskubusku, fluttar voru Hraðfréttir og nýtt frumsamið spennuleikrit um Morðgátu á Blönduósi.

Hér fylgja nokkrar myndir sem teknar voru á skemmtuninni. Fleiri myndir er hægt að sjá á heimasíðu Blönduskóla www.blonduskoli.is.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga