Fréttir | 30. apríl 2015 - kl. 15:01
Jöfnuður býr til betra samfélag!
1. maí Verkalýðsdagurinn

Á morgun, 1. maí, blæs Stéttarfélagið Samstaða til sóknar undir kjörorðunum „Jöfnuður býr til betra samfélag“ það er grundvallaatriði að fólk lifi af dagvinnulaunum en þurfi ekki að vinna yfirvinnu og aukavinnu til að framfleyta sér og sínum. Að venju verður opið hús í Félagsheimilinu á Blönduósi frá kl. 15:00.

Dagskrá fundarins er fjölbreytt að vanda en þar munu þau Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir stjórna tónlistaratriðum hjá nemendum Tónlistarskóla A-Hún., ræðumaður dagsins verður Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög. Bíósýning verður fyrir börnin og kaffiveitingar í boði Samstöðu sem U.S.A.H. sér um að venju. Allir hjartanlega velkomnir.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga