Fréttir | 03. maí 2015 - kl. 23:06
Sveitarstjórnarmenn fá spjaldtölvur

Byggðaráð Blönduósbæjar hefur samþykkt að keyptar verði spjaldtölvur fyrir sveitarstjórnarmenn í sveitarfélaginu. Tölvurnar á að nota í störfum þeirra fyrir sveitarfélagið til að draga úr vinnu og kostnaði við gerð fundargagna, eins og segir í fundargerð byggðaráðs frá 29. apríl síðastliðnum.

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga