Frá Blönduósi
Frá Blönduósi
Fréttir | 05. maí 2015 - kl. 11:27
Tiltektardagur á Blönduósi

Byggðaráð Blönduósbæjar hefur ákveðið að halda tiltektardag í sveitarfélaginu og hefur sveitarstjóra verið falið að vinna nánar að undirbúningi dagsins, sem verður haldinn 14. maí næstkomandi. Bæjarbúar verða hvattir til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til. Gámasvæðið mun verða opið þennan dag frá klukkan 14 til 17:30.

Á Facebook síðu Blönduósbæjar kemur fram að bæjarbúum er boðið í grill í Félagsheimilið klukkan 18 þennan dag, að lokinni tiltekt. Sveitarstjórn Blönduósbæjar mun grilla fyrir bæjarbúa og eru allir hvattir til að koma með góða skapið með.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga