Gras
Gras
Fréttir | 06. maí 2015 - kl. 22:18
Útboð á umhirðu grassvæða

Blönduósbær auglýsir í nýjasta tölublaði Gluggans eftir tilboðum í grasslátt og áburðargjöf á opnum svæðum í Blönduósbæ árin 2015 til 2018. Um er að ræða slátt og hirðingu á um 20 hekturum og er sláttutíðnin mismunandi eftir svæðum. Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar frá og með 7. maí. Skilafrestur er til 15. maí næstkomandi klukkan 11:00 á bæjarskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga