Fréttir | 17. maí 2015 - kl. 21:47
Langstökksbrautin á Blönduósvelli endurnýjuð fyrir Landsmót UMFÍ 50+

Undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ 50+ er hafinn á Blönduósvelli en í síðustu viku hófst Blönduósbær handa við að lagfæra langstökksbrautina á vellinum en hún verður endurnýjuð og gryfjur settar í bæði norður- og suðurenda brautarinnar. Þá verður hlaupabrautin á vellinum löguð og fleira gert á vellinum. Landsmótið verður haldið helgina 26. – 28. júní.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga