Fréttir | 19. maí 2015 - kl. 11:25
Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir á vef sínum sumarstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Störfin eru við ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins meðal annars við skógrækt, umhverfismál og umsjón með golfvelli. Umsóknareyðublöð má fá á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur vegna sumarstarfa námsmanna er til 22. maí næstkomandi.

Skráning í Vinnuskóla Skagastrandar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Sérstök athygli er vakin á að störf í vinnuskóla verða einungis fyrir nemendur sem eru að ljúka 8., 9. og 10. bekk grunnskóla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga