Frá Blönduósi
Frá Blönduósi
Fréttir | 21. maí 2015 - kl. 13:12
Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Búið er að opna fyrir umsóknir um störf í Vinnuskólanum á Blönduósi en umsóknarfrestur er opin til 26. maí næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Blönduósbæjar. Fyrsti vinnudagur er mánudagurinn 8. júní og er mæting klukkan 8 um morguninn í Þjónustumiðstöð Blönduósbæjar að Efstubraut 2, bakvið húsið. Yfirmaður Vinnuskólans á Blönduósi er Páll Rúnar Heinesen Pálsson.

Eyðublað er að finna á vef Blönduósbæjar undir eyðublöð og skal umsóknum skila til bæjarskrifstofu. Netfang Vinnuskólans er: vinnuskoli@blonduos.is.  

Unglingar fæddir 1999 fá vinnu í 7 klukkustundir á dag frá klukkan 8:00 - 16:00 frá mánudegi til fimmtudags en á föstudögum til klukkan 12:00. Vinnan er á tímabilinu 8. júní – 14. ágúst.

Unglingar fæddir 2000 og 2001 fá vinnu í 7 klukkustundir á dag frá kl: 8.00 til klukkan 16:00 frá mánudegi til fimmtudags, ekki unnið á föstudögum. Vinnan er á tímabilinu 8. júní – 14. ágúst.

Unglingar fæddir 2002 fá vinnu í 4 klukkustundir á dag frá klukkan 8:00 - 12:00, ekki unnið á föstudögum. Vinnan er á tímabilinu 22. júní – 17. júlí.

Laun eru borguð út um mánaðamót og má finna tímakaup og aðrar upplýsingar eins og um skattkort, félagsgjöld og lífeyrissjóð, á vef Blönduósbæjar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga