Mynd: Rúv.is
Mynd: Rúv.is
Fréttir | 25. maí 2015 - kl. 22:16
Skagi og Austur-Húnavatnssýsla í Ferðastiklum

Í þættinum Ferðastiklur, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, ferðaðist Lára Ómarsdóttir um Skaga og Austur-Húnavatnssýslu. Kvekarar, stórbrotnar konur og draugagangur komu við sögu í þættinum. Ómar Ragnarsson sagði sögur af fólki sem bjó á Hvammi í Langadal en það markaði líf hans í æsku. Þá heimsótti Lára ábúendur á bænum Víkur á Skaga, sem er nyrsti bærinn í byggð í Austur-Húnavatnssýslu.

Í þættinum segir Lára meðal annars frá byggð í Laxárdal, undrunum á Saurum og vegagerð Kvenfélagsins Heklu. Þá kom Lára við í Kálfshamarsvík þar sem berja mátti augum minjar um þorp sem stóð aðeins fáeina áratugi og náttúrugersemar eins og stuðlaberg og þverhnípta eldfjallarúst.

Þáttinn má sjá í Sarpinum á Rúv.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga