Yngstu nemendum Blönduskóla gefin Húnvaka. Mynd: usah.is
Yngstu nemendum Blönduskóla gefin Húnvaka. Mynd: usah.is
Fréttir | 27. maí 2015 - kl. 10:16
Nemendum gefin Húnavökurit

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga gaf á dögunum öllum grunnskólanemendum í sýslunni eintak af Húnavökuritinu. Gefið var úr árgöngum frá 2004 til 2012. Fulltrúi USAH fór í Húnavallaskóla, Blönduskóla og Höfðaskóla og fékk að fara inn í stofu hjá hverjum bekk fyrir sig og segja þeim örlítið frá ungmennasambandinu, útgáfu ritsins og hvað væri í því að finna.

Sagt er frá þessu á vef USAH. Þar kemur fram að ef áhugi sé fyrir að eignast gamla árganga af Húnavökuritinu séu þeir flestir til og hægt er að versla þá af USAH. Áhugasamir geta haft samband í síma 845-2684 eða netfang usah540@simnet.is.

Nýja Húnavakan er væntanlega í sölu á næstu dögum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga