Mynd: Kanina.is
Mynd: Kanina.is
Fréttir | 29. maí 2015 - kl. 10:54
Opið hús hjá kanínubúinu

Birgit Kositzke, eigandi kanínubúsins að Syðri-Kárastöðum, verður með opið hús hjá sér á morgun, 30. maí, frá klukkan 13 til 16. Þangað eru allir velkomnir til að kynna sér þá nýjung í búskaparháttum hér á landi sem ræktun holdakanína til manneldis er. Boðið verður upp á veitingar og jafnvel tónlist með vorlegu ívafi, eins og segir í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Þar er haft eftir Birgit að góður gangur sé í ræktuninni og raunar gangi búskapurinn betur en hún hafi átt von á. Fyrsta slátrun var upp úr miðjum janúar á þessu ári og hefur að jafnaði verið slátrað einu sinni í mánuði það sem af er ári. Slátrað er á Hvammstanga. Eskja í Reykjavík hefur umboð fyrir kanínukjötið og geta þeir sem áhuga hafa á að bragða ferskt kanínukjöt haft samband við fyrirtækið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga